top of page
Search

HRAFNINN FLÝGUR

Hrafninn flýgur er íslensk-sænsk víkingamynd frá 1984 og þriðja kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar í fullri lengd. Kvikmyndin gerist á Íslandi stuttu eftir landnám og fjallar um írskan mann, Gest (Jakob Þór Einarsson), sem fer til Íslands til að hefna sín á víkingum sem drepið höfðu foreldra hans og rænt systur hans þegar hann var á barnsaldri. Þegar kvikmyndin var frumsýnd var hún stundum kölluð eina ekta víkingamyndin. Hún náði nokkrum vinsældum á Norðurlöndunum og setningar úr myndinni, eins og „Þungur hnífur?“, urðu allþekktar.




Áhrifa hljóð

Kvikmyndin Hrafninn flýgur er eitt af þeim verkum sem Pétur Hjaltested vann við. Sá hann þar um áhrifahljóð. Vann Pétur náið með Hrafni Gunnlaugssyni leikstjóra og Gunnari Smára Helgasyni sem sá um hljóðsetningu sem og öðrum sem komu að gerð myndarinnar.






Comments


bottom of page