top of page

Helstu verkefni

jonas-sigurdsson.jpg
jonas-sigurdsson.jpg

Hamingjan er hér

2010

Upptaka á söng og hljómborðum

bio.jpg

Ávaxtakarfan

2012

Upptökur, útsetningar auk hljóðfæraleiks með Þorvaldi Bjarna Þorvaldssyni.

paradc3ads4.jpg

1975

Hljómsveitarmeðlimur

"Það er fyrst og fremst góður hljóðfæraleikur sem gerir þessa fyrstu LP plölu Paradísar að því sem hún er. Lögin eru flest venjulegir línurokkarar. Þó eru tvær undantekningar, önnur er rólegt og hugljúft lag eftir Nikulás Róbertsson, sem nefnist Someday. Hin undantekningin er lag Björgvins Gíslasonar Life Is A Liar. Það lag minnir meira á efnið, sem Pelican sáluga setti á plötur, og jafnvel á köflum á gömlu Náttúruplötuna, sem nú er því miður flestum gleymd.

Hin átta lögin á plötunni sverja sig í ætt við þá tónlist, sem Paradís leikur á dansleikjum. Hljómsveitin hefur þau velflest á dansteikjaprógrammi sínu, Það er reyndar rangt að setja þau öll undir sama hatt, því þau grípa fólk misjafnlega vel. Aðal stuðlögin eru Tarzan, Rabbits og Slip Me Five. Paradís hefur flutt öll þessi lög á hljómleikum og fengið góðar og verðskuldaðar viðtökur fyrir flutning sinn á þeim." -  Ásgeir Tómasson

songvaborg.jpg

Söngvaborg

2000 - 2015

Upptökustjórn, útsetningar og hljóðfæraleikur á Söngvaborg 1 til 7.

SG-150-A-72p.jpg

Friðryk

1981

Hljómsveitarmeðlimur

Friðryk er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1981. Á henni flytur hljómsveitin Friðryk nokkur lög. Hljóðritun fór fram í Hljóðrita undir stjórn Friðryks, tæknimaður: Gunnar Smári, Lögin Lóndrangadjamn og Trommuskiptajöfnuður voru hljóðrituð að Búðum, Snæfellsnesi sumarið 1981. Ljósmyndir og hönnun umslags: Pjetur Stefánsson. Litgreining og prentun: Prisma, Hafnarfirði.

F04271114_Johanna_G-02.webp

Jóhanna Guðrún

2000 - 2002

Upptökustjórn, útsetningar og hljóðfæraleikur á plötunum

Jóhanna Guðrún 9 - Gefin út árið 2000

Ég sjálf - Gefin út árið 2001 

Jól með Jóhönnu - Gefin út árið 2002

603490.jpg

Sigríður Beinteinsdóttir

1993 og áfram

Sigríður Beinteinsdóttir eða Sigga Beinteins‎ er eins og landsmenn þekkja söngkona Stjórnarinnar. Hún keppti fyrir hönd Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árin 1990 með Stjórninni með laginu Eitt lag enn (4. sæti), síðan árið 1992 með Heart2Heart með lagið Nei eða já (7. sæti) og loks í þriðja skipti árið 1994 með laginu „Nætur“(12. sæti). Hún er sú sem hefur farið oftast sem forsöngvari fyrir hönd Íslands í aðalkeppnina. Sigga söng einnig bakraddir hjá Silvíu Nótt í keppninni árið 2006.

Árið 1993 gaf Sigga út breiðskífuna (jólaplötuna) Desember sem var öll unnin í Hljóðsmiðjunni af Jóni Kjell Seljeseth og Pétri Hjaltested. Sá Gunnar Smári um hljóðblöndun.

R-10876015-1534515062-6232.jpeg.jpg

Litla hryllingsbúðin

1985

Á Íslandi hefur Litla hryllingsbúðin verið sett upp þrisvar sinnum í atvinnuleikhúsum. Samhliða þessum þremur uppfærslum var tónlistin úr sýningunum gefin út á plötum/geisladiskum. Einnig hefur Hryllingsbúðin verið sýnd af áhugamannaleikhópum víða um landið, s.s. í grunn- og framhaldsskólum.

Fyrsti atvinnuleikhópurinn sem sýndi Litlu hryllingsbúðina á Íslandi var Hitt leikhúsið. Sýnt var í Gamla bíói (Íslensku óperunni) við Ingólfsstræti í Reykjavík og fór frumsýningin fram 13. janúar 1985. Sýningum lauk í byrjun desember sama ár og voru þær þá orðnar fleiri en 100. Sýningargestir urðu u.þ.b. 50.000 og fram að þeim tíma hafði aðeins eitt leikhúsverk verið betur sótt á Íslandi, þ.e. Fiðlarinn á þakinu. Yfirumsjónarmenn sýningarinnar voru Sigurjón Sighvatsson og Páll Baldvin Baldvinsson. Einar Kárason þýddi laust mál í sýningunni en Magnús Þór Jónsson (Megas) þýddi söngtextana.

Hljóðfæraleikarar í sýningunni voru: Pétur Hjaltested (hljómborð, hljómsveitarstjórn), Haraldur Þorsteinsson (bassi), Björgvin Gíslason (gítar) og Ásgeir Óskarsson (trommur).

-móti-sól-e1547921899444.jpg

Á Móti Sól

Í gegnum árin

Á Móti Sól hafa í gegnum árin tekið upp trommur og bassa á hinum ýmsu lögum hjá Hljóðsmiðjunni

 

 

 

Vintage Mic

Önnur verkefni

Verk frá ca. 1976 til dagsins í dag

  • Friðryk

  • Sóló plata Hilmars Oddssonar - Útsetningar, hljóðfræaraleikur og upptökustjórn.

  • Jóhann G Jóhannsson  - Á langri leið

  • Jóhann Helgason - KEF

  • PS og Co

  • Björgvin Gíslason  3 LP (Öræfarokk – Glettur -  Örugglega)

  • Eik – Hríslan og straumurinn

  • Vilhjálmur Vilhjámsson – Hana nú

  • Álfar – Magnús Þór

  • Áhöfnin á halastjörnunni

  • Íslensk Kjötsúpa

  • Litla Hryllingsbúðin

  • Laddi – Deio

  • Minningar 1-4

  • Barnaborg

  • Barnajól

  • Barnabros 1-2

  • Óskalög sjómanna 1-3

  • Kartöflumýsnar 2 LP

  • Olga Guðrún Árnadóttir sólóplata no 2

  • Eva Luna – úr leikriti, tónlist Egill Ólafsson

  • Ómar Ragnarsson sólóplata, auk laga úr sjónvarpsþáttum

  • Ávaxtakarfan  2 LP

  • Desember Sigga Beinteins

  • Sigga Beinteins 3 sólóplötur 

  • Jabbadabbadú – lög úr teiknimyndum

  • Jóhanna Guðrún Jónsdóttir 3 sólóplötur

  • Jóhann G Jóhannsson – Á langri leið + Johann G in English

  • Söngvaborg 1til 7

  • Sólóplata Jónas Sig – Hamingjan er hér

  • Í faðmi hafsins - kvikmyndatónlist

  • Sixties

  • Eldberg – 2 LP

  • Mannakorn – Smámyndir + unplugged 20 bestu lögin

  • Gögl

  • Ásgeir Óskarsson 2 LP

  • Gríptu daginn -  Hrói

  • Jónas Sig – Hamingjan er hér

  • För – Nýríki Nonni

  • Plasteyjan (PS og Bjóla)

  • Og fl og fl.

  • Pétur hefur komið að yfir 400 hljómplatna sem hljóðfæraleikari, upptökustjóri, tónlistarstjóri, útsetjari eða allt ofantalið.

Sound equipment

Hljóðsmiðjan

Hljóðupptaka, hljóðblanda og almenn vinna í hljóðveri

bottom of page