Saga Hljóðsmiðjunnar
"Þar sem töfrar tónlistar og hljóðs eiga sér stað"
Hljóðsmiðjan var stofnuð árið 1987. Að baki Hjóðsmiðjunnar er tónlistar- og upptökumaðurinn Pétur Hjaltested. Í gegnum árin hafa Pétur og Hljóðsmiðjan unnið með og fyrir margt af helsta og fremsta tónlistar-, hljóð- og kvikmyndagerðarfólki landsins. Hljóðsmiðjan sérhæfir sig í hljóðblöndun (e. mastering), upptökum og útsetningu á tónlist og hljóði.
Um Pétur Hjaltested
Tónlistarnám:
- Píanónám hjá Kolbrúnu Sæmundsdóttur.
- Orgel og kórstjórnarnám í Söngskóla Þjóðkirkjunnar, hjá
Dr. Robert Abraham Ottosyni og Marteini H. Friðrikssyni.
- Nám við Tónmenntakennaradeild Tónlistarskólans í Reykjavík.
- Nám í tónsmíðum og orchestration við Tónlistarskólann í Reykjavík hjá
Hjálmari H. Ragnars.
- Nám í tónlistar- og upptökustjórn hjá Sigurði Rúnari Jónssyni.
Starfsferill:
- Veturinn 1974, organisti við Fríkirkjuna í Hafnarfirði.
- Frá árinu 1975, ýmsar hljómsveitir: Birta, Borgís, Paradís, Eik, Póker, Friðryk, Íslensk kjötsúpa, Mannakorn, Lónlí Blúbojs, Brimkló, - Hljómsveitum Gunnars Þórðarsonar, Björgvins Halldórssonar, Magnúsar Kjartanssonar og fleirum.
- Hefur sem atvinnutónlistarmaður og upptökustjóri frá 1982, með námi, komið að fjölmörgum upptökum sem hljóðfæraleikari, útsetjari, upptökustjóri, tónlistarráðgjafi eða sambland af öllu þessu, á hljómplötum, í auglýsingum, leikritum, kvikmyndum, sjónvarpsmyndum og tónleikum.
- Veturna 1985 - 86, útsetningar, tónlistarstjórn og hljóðfæraleikur í söngleiknum Litla hryllingsbúðin, sem sett var upp í Gamla Bíói af Hinu leikhúsinu.
- Hefur skrifað og útsett, hljóðritað og hljóðblandað flestar tegundir tónlistar, þar á meðal fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands.
- Hefur hlotið 18 gullplötur og 4 platínumplötur á starfsferlinum.
- Hefur unnið við rúmlega 400 hljómplötur, 6 kvikmyndir, 5 leikrit og fjölmarga sjónvarpsþætti, bæði sem tónlistarmaður og hljóðmeistari.